Stöndum með sannleikanum

[Icelandic]

Stöndum með sannleikanum

Alþjóðleg vika til stuðnings uppljóstrana

1-7 júní, 2015

Lýðræði þarfnast sannra upplýsinga

Fólk frá mörgum löndum munu standa að framtaki vegna Stöndum með sannleikanum vikuna 1.-7. júní 2015 - til að vinna að opnara og heiðarlegara samfélagi sem og öryggi þeirra sem taka áhættu til að koma á framfæri upplýsingum sem yfirvöld vilja hylja.

Lýðræði er byggt á upplýstu samþykki borgaranna. Það er ekki fyrir hendi þegar mikilvægar (og stundum ólöglegar) stefnur ríkisstjórna eru huldar almenningi. Uppljóstranir eru nauðsynlegar til þess að draga slíkar stefnur fram í dagsljósið: afhjúpun lykil upplýsinga er varða mannréttindabrot, afglöp fyrirtækja, umhverfismál, borgaraleg réttindi og stríð.

Við verðum að standa með frjálsum fjölmiðlum, friðhelgi einkalífs, gegnsæi í ríkis- og einkarekstri, réttlátri málsmeðferð og réttarríkinu þegar við leitumst eftir því að afhjúpa upplýsingar sem almenningur á rétt á. Ofsóknir í garð uppljóstrara og blaðamanna eru ólögmætar og þær verður að hindra.
Ólýðræðislegt vald nærist á leynd, en við ættum að draga uppljóstranir fram í hina samfélagslegu meðvitund - í ferli sem hvetur til opinberunnar gagna sem sýna hegðun ríkisstjórna og fyrirtækja sem þolir ekki dagsljósið.

Taktu þátt í framtakinu Stöndum með sannleikanum þar sem þú býrð.